Blikksmíðaverkstæði opnað formlega í málmskála.

20/9/2006

Blikksmíðaverkstæði var formlega opnað í málmdeild Borgarholtsskóla miðvikudaginn 20. September.
Við opnunina mættu fulltrúar frá Félagi blikksmíðaeigenda, sveinsprófsnefnd, starfsgreinaráði, menntamálaráðuneytinu, Samtökum iðnaðarins, Iðan, stjórnendur skólans, nemendur, kennarar og nokkrir starfsmenn skólans. Helstu vélarnar sem teknar voru í notkun voru tölvustýrð plasmaskurðarvél, fullkomin beygjuvél með snertiskjá og digital stýrðar klippur. Þá hefur málmsuðudeildin endurnýjað allar suðuvélar, alls 24 Kemppi vélar frá Ístækni.
Í tilefni opnunar málmskálans og 10 ára afmælis Borgarholtsskóla færði Félag blikksmíðaeigenda  skólanum 24.000 kr. að gjöf sem munu renna beint í söfnunina fyrir skóla í Pakistan.

Ólafur_skólameistari_setur_athöfnina  Páll_Indriði_kennslustjori_málmiðnadeildar

Fulltrúi_félags_blikksmiða_og_Ólafur_skólameistari  Nemendur_í_blikksmíði

Skurðarvélin  Rós_gerð_með_vélinni
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira