Busavígsla
Mikið líf og fjör var í skólanum í dag þegar busavígsla fór fram. Busar voru látnir bera töskur eldri nema og gera ýmsar æfingar á göngum skólans. Í 6. kennslustund voru nýnemar svo sóttir og arkað með þá niður að Gufunesbæ, þar sem þeir voru látnir skríða í drullu og ganga í keri með mysu og fiskúrgangi. Eftir þrautagönguna biðu kennarar skólans með grillaðar pulsur og gos.