Nýnemakvöld
Þriðjudagskvöldið 12. september var haldið nýnemakvöld í Borgarholtsskóla. Þá voru allir nýnemar boðnir velkomnir í skólann og í dag verður svo busavíglan sjálf. Margt var sér til gamans gert, m.a. var samkeppni um hver gæti gert flottasta skúlptúrinn úr álpappír og Eyjólfur Kristjánsson kom og skemmti. Þetta er í fyrsta skipti sem haldið er slíkt nýnemakvöld hér í BHS og voru allir sammála um að vel hefði tekist til.