Opið hús í Borgarholtsskóla

8/9/2006

Á Grafarvogsdaginn 9. september verður opið hús í Borgarholtsskóla. Nemendur og starfsmenn taka á móti gestum og sýna vinnuaðstöðu og verkefni víðsvegar um skólann. Lifandi upptökusalur og bein útsending Borgarholtsskólanema. Nemendur af fjölmiðlabraut Borgarholtsskóla taka gesti og gangandi í viðtöl og senda út, beint á netið úr sérútbúnum upptökusal í Borgarholtsskóla. Útsendingunni verður varpað á stórt tjald í Borgarholtsskóla.

Kaffihúsastemming verður í matsal skólans. Leikfélag skólans verður með götuleikhús og ljóðalestur. Nemendafélagið verður með kökubasar til styrktar ABC-barnahjálp.

Á bókasafni skólans á þriðju hæð verður Helgi Ólafsson, stórmeistari með fjöltefli og Kopúlfarnir með sögustund í Þögla herberginu.

Þema dagsins hjá bíliðnum verður umhverfismál og umferðaröryggi.

·   Sævar Helgi Lárusson sérfæðingur tæknimála ökutækja hjá Umferðarstofu flytur erindi um umferðaröryggi kl 14.30 í kennslustofu í bifreiðaskála

·       Kynning á vistvænum bifreiðum:

Metanknúinn strætisvagn á stæði framanvið bifreiðaskálann.
Metanknúnar fólksbifreiðar: Tvær VW bifreiðar frá Heklu ásamt fulltrúa frá þeim sem lýsir bifreiðunum.
Tvinn bifreið Toyota Prius.          

·       Kynning á verkefni í málun bifreiðar  með umhverfisvænum efnum

·       Bornar saman gömul og ný bifreið frá sama framleiðanda, hvor um sig tengd við stillitæki síns tíma. (Brimborg/Volvo)
·       Bifreiðasmiðir sýna bifreið í réttingabekk.

 

Margt fleira skemmtillegt verður á boðstólum og hvetjum við alla til að koma og kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans.  Ýmis fyrirtæki og stofnanir í Grafarvogi munu einnig kynna starfsemi sína.  Nánari upplýsingar um dagskrá Grafarvogsdagsins er að finna á www.grafarvogur.is

 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira