Ferðumst til Pakistan
Í tilefni af 10 ára afmæli Borgarholtsskóla er stefnt að því að safna í samvinnu við ABC- barnahjálp 2,5 - 3 milljónum króna til byggingar skóla í bænum Jaramwala í Pakistan. Fimmtudaginn 7. september hlupu/gengu/hjóluðu nemendurog starfsfólk skólans 10 km hver. Alls hlupu/gengu/hjóluð um 720 og tókst því það takmark að "ferðast til Pakistan", þ.e. samanlagður kílómetrafjöldi náði loftlínunni til Pakistan.
Hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í númerið 908-1112 og verða þá skuldfærðar kr. 1000 af símareikningi og fer upphæðin beint inn á reikning hjá ABC barnahjálp sem er sérstaklega merktur þessu verkefni. Einnig er hægt að leggja beint inn á bankareikning söfnunarinnar nr. 1155-15-41414 kennitala 690688-1589.