Skólastarf hefst

21/8/2006

Nú er að hefjast ellefta starfsár Borgarholtsskóla. Nýnemar mættu á skólasetningu og kynningarfund í morgun. Á haustönn munu rúmlega 1400 nemendur stunda nám við skólann á hinum ýmsu námsbrautum, í dagskóla, kvöldskóla, síðdegisnámi og dreifnámi. Kennsla í dagskóla hefst svo af fullum krafti á morgun 22. ágúst kl. 8:10. Kennsla í síðdegisnámi og kvöldskóla hefst mánudaginn 28. ágúst.


Nýnemar mæta í Borgarholtsskóla    Ólafur Sigurðsson skólameistari býður nýnema velkomna
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira