Dimmission
Föstudaginn 28. apríl dimmiteruðu útskriftarnemar með pompi og prakt. Þau byrjuðu á morgunmat í boði skólans og að því loknu voru þau með dagskrá í salnum, þar sem þau m.a. kvöddu kennara sína með rós. Um kvöldið er svo efnt til glæsilegs kvöldverðar í Egilshöll.