Starfsfólk og nemendur á faraldsfæti.

26/4/2006

Fimmtudaginn 27. apríl fara fulltrúar skólans til Bregenz í Austurríki, 3 nemendur í vélsmíði, þeir Birgir Þór Guðbrandsson, Hákon Gunnarsson og Sigurður Bjarnason. Þeir munu dvelja við starfsnám í 4 vikur. Með þeim fer Jón Hjaltalín kennari en hann stoppar styttra og verður í viku.

Þá fara Guðrún Sigurðardóttir og Soffía Unnur Björnsdóttir, kennarar á sérnámsbraut, með 7 útskriftarnemendur af sérnámsbraut til Akureyrar miðvikudaginn 26. apríl og dvelja fram á föstudag 28. apríl.

 

Jón Hjaltalín, Birgir Þór, Hákon og Sigurður

Jón Hjaltalín kennari og nemendur hans sem fara til Austurríkis.

 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira