Íslandsmót iðnnema

29/3/2006

Iðnmennt stendur fyrir Íslandsmóti iðnnema 2006, núna á föstudaginn, 31. mars í Kringlunni. Mennt, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, sér um skipulagningu og framkvæmd keppninnar.
Íslandsmótið er ætlað iðnnemum sem eru 22 ára og yngri. Í ár verður keppt í málmsmíði, rafvirkjun, trésmíði, málun, múrverki, dúklagningu, pípulagningu, snyrtifræði og hársnyrtingu.

Frá Borgarholtsskóla fara á mótið tveir keppendur í málmsmíði, þeir Jón Kristinn Sigurðsson og Pétur Davíð Sigurðsson og hefur Ingvar G. Ingvarsson kennari í málmsuðum verið með þá í þjálfun að undanförnu.  Keppnin hefst kl. 10 og ljúka okkar menn keppni um hádegi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira