Gettu betur
Lið Borgarholtsskóla keppti við lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Borgarholtsskóli sigraði með 24 stigum gegn 21. Liðið er því komið áfram í 4 liða úrslit.
Mikael, Hafsteinn og Sigrún bíða spennt eftir að keppnin hefjist.
Stuðningsliðið beið líka spennt og tilbúið að hvetja sitt fólk.