Heilsuvika í Borgarholtsskóla 23. janúar til 27. janúar.

23/1/2006

Markmiðið er að vekja nemendur og starfsfólk til umhugsunar á mikilvægi góðrar heilsu. Á hverjum degi verður sett fram eitt markmið og markmið dagsins í dag 23. januar er: Drekktu vatn með öllum máltíðum og inn á milli máltíða við þorsta. Á morgun verður sett fram nýtt markmið.

Fræðsla:

Mikilvægasta næringarefni mannslíkamans er vatn, en 55 - 60% líkamsþyngdar fullorðins einstaklings er vatn. Nauðsynlegt er að endurnýja þá tvo til þrjá lítra sem tapast á dag í formi svita, þvags og útöndunar. Sem dæmi má nefna að ef vökvatap samsvarar um 2% af líkamsþyngd mun það hafa neikvæð áhrif á líkamsstyrk og þol og 15 – 20% vökvatap getur leitt til dauða.

Drekkum vatn!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira