Nemendur í Borgarholtsskóla tóku þátt í stórtónleikum.

10/1/2006

Nemendur í upplýsinga- og fjölmiðlatækni í Borgarholtsskóla tóku þátt í stórtónleikunum „Ertu að verða náttúrulaus“ í Laugardalshöll síðustu helgi. Notaðir voru risaskjáir til hliðar við sviðið þar sem „live“ videomyndum var varpað. Sáu nemendurnir um alla uppsetningu á upptökutækjum sem notuð voru við tónleikana og síðan var fjöldi upptökuteyma að störfum á meðan á tónleikunum stóð. Á næstu dögum verður hægt að skoða tónleikana á vefnum á slóðinni http://damnation.tv/ en frekari upplýsingar um tónleikana má finna á http://this.is/nature/. Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður og kennari klippti tónleikana og stýrði vinnu nemenda. Grímur Atlason tónleikarahaldari sendi þessi skilaboð að loknum tónleikunum... „Mig langaði bara til að þakka fyrir mjög svo pro og skemmtilega vinnu í gær frá þér og öllum sem komu að þessu með þér! Myndvinnslan á tjöldunum (þ.e. þessar læf myndir) var mjög erlendis og það besta sem ég hef séð á konsert!

Damien Rice Múm

Damien Rice                                                  Múm     

 

Hákon Oddson og Jón Skuggi hljóðmaður við upptökur.            Upptökugengi BHS á tónleikunum.

Hákon Oddson og Jón Skuggi hljóðmaður               Upptökugengi BHS


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira