Góð frammistaða Borghyltinga í Leiktu betur.

16/11/2005

Leiktu betur keppni framhaldsskólanna var haldin sl. föstudag í Tjarnarbíói. Leikhópurinn Systkinin og við tveir, sem er leiktu betur lið Borgarholtsskóla lenti í 2. sæti eftir tvísýna keppni við lið MH sem hreppti 1. sætið. Alls tóku 8 lið þátt í keppninni. Í leikhópnum eru  Agnes Þorkelsdóttir, Egill Þorkelsson, Eyþór Ingason og Nói Kristinsson og óskum við þeim til hamingju með góðan árangur.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira