Alþjóðleg málmsuðubraut 2006

3/11/2005

Nám í málmsuðubraut tekur til starfa við málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla á vorönn 2006. Kennsla er skipulögð í samræmi við alþjóðlegar kröfur um málmsuðu (European Welding Federation / International Institute for Welding).

Námsbrautin er 75 einingar og geta nemendur lokið náminu á fjórum önnum. Að námi loknu öðlast nemendur sveinsskírteini. Ekki er gerð krafa um samningsbunda starfsþjálfun á vinnustað.

Námsleiðir eru fjórar: pinnasuða, MIG/MAG suða, TIG suða og logsuða.

Námskrá í málmsuðu er að finna á heimasíðu skólans undir málm- og véltæknigreinar.

Innritun hefst 1.nóvember og lýkur 18. nóvember.

Frekari upplýsingar um kennslu og nám á málmsuðubreut gefur Páll Indriði Pálsson, kennslustjóri málmiðngreina, sími 535 1700 og netfang: pallp@bhs.is
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira