Ljósmyndasamkeppni

9/4/2015

  • Ljósmyndakeppni fyrir vef skólans

Unnið er að uppfærslu á vefsíðu Borgarholtsskóla sem felur m.a. í sér að hún verður snjallvædd. Af þessu tilefni verður myndefni endurnýjað.

Auglýst er eftir þátttöku í samkeppni um bestu myndirnar / myndaseríuna á vefsíðu BHS. Öllum borgurum er heimil þátttaka, bæði nemendum og starfsfólki.

Forskriftin er svo:

  • Öll form eru leyfileg, t.d. ljósmyndir, teikningar eða málaðar myndir.
  • Stærð mynda sé 1170x400 pixlar. 
  • Myndirnar endurspegli starfsemi skólans, m.a. grunngildi (jafnrétti, sköpun, sjálfsagi, framsækni, náungakærleikur) hans og einkunnarorð (agi, virðing, væntingar)

Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum:

1.       Besta myndasyrpan (3-6 myndir) - kr. 15.000

2.       Besta einstaka myndin – kr. 10.000

Frestur til að skila myndum er til 20. apríl.

Myndum sé skilað í góðri upplausn í tölvutæku formi á netfangið steinunna@bhs.is.

Dómnefnd skipa einn kennari af listnámsbrautum, útskrifaður nemandi úr listnámi og utanaðkomandi sérfræðingur.

Auglýsing um ljósmyndasamkeppnina.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira