Íslandsmót í málmsuðu

2/11/2005

Laugardaginn 5.nóvember verður haldið Íslandsmót í málmsuðu hér í Borgarholtsskóla. Þetta er tólfta íslandsmótið sem Málmsuðufélag Íslands heldur og flest þeirra hafa farið fram í Borgarholtsskóla. Keppendur eru 21 og koma frá hinum ýmsu málmiðnaðarfyrirtækjum landsins og keppa í fjórum aðferðum málmsuðu; logsuðu, pinnasuðu, MIG/MAG suðu og TIG suðu.

Mótið hefst kl. 09:00 og áætlað að því ljúki um kl. 13:00.

Aðalstyrktaraðili mótsins er Ísaga hf.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira