Ný námskrá í listnámi

27/3/2015

  • Hagnýt margmiðlun

Breytingar hafa verið gerðar á listnámsbraut skólans til stúdentsprófs í samræmi við ný lög og nýja námsskrá. Á brautinni velur nemandinn sér eitt af þremur kjörsviðum en þau eru grafísk hönnun, kvikmyndagerð og leiklist. Markmiðið er að koma til móts við áhuga nemenda á góðri undirstöðumenntun í listum og kjarnagreinum bóknáms. Námslok opna nemendum greiða leið til háskólanáms og um leið inn á starfsvettvang á sviði skapandi greina.

Áhersla er lögð á sköpunargáfu og persónulegan tjáningarmáta, m.a. með virkri þátttöku á sviði menningar og lista. Á öllum stigum náms er lögð áhersla á skapandi starf, gagnrýna hugsun, verkefnavinnu og hópavinnu. Námsbrautin er alls 200 einingar og geta nemendur með góðum undirbúningi og námsástundun lokið náminu á þremur árum. 

Tveir af kennurum brautarinnar, þær Guðlaug María Bjarnadóttir og Guðný María Jónsdóttir, mættu í vitðal á Rás 2 fyrir skömmu og gerðu þar landsmönnum grein fyrir þessum námskosti. Hér má hlusta á viðtalið.
 

Nánari upplýsingar um brautarskipulagið og námið er að finna  hér á vef skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira