Brynhildur í 2. sæti.

24/3/2015

  • Brynhildur Ásgeirsdóttir og Sindri Máni Ívarsson

Brynhildur Ásgeirsdóttir tók þátt fyrir hönd Borgarholtsskóla í árlegri frönskukeppi framhaldsskólanna sem er skipulögð af félagi frönskukennara í samstarfi við franska sendiráðið og lenti í 2. sæti.  Hún hlaut verðlaun fyrir stuttmynd sína „La diversité de la chanson française“. Þema keppninnar að þessu sinni var: „La France de la diversité“ (fjölbreytileiki Frakklands). Við óskum henni til hamingju með frábæran árangur.

Á meðfylgjandi mynd eru sigur vegarar keppninnar: Brynhildur Ásgeirsdóttir og Sindri Máni Ívarsson sem keppti fyrir Kvennaskólann og lenti 1. sæti.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira