Sólmyrkvi og hamingja
20 mars er alþjóðlegur hamingjudagur. Nemendur og starfsfólk var minnt á það strax þegar mætt var í skólann því stýrihópur um heilsueflandi framhaldsskóla var búinn að setja upp fleyg orð um hamingju í matsal og á göngum.
Frímínútunum í dag var vel varið því nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla létu sólmyrkvann ekki fram hjá sér fara. Um kl. 9.30 í morgun mátti sjá stóra hópa standa fyrir utan skólann og rýna upp í himinhvolfið.
Að því loknu var frumsýnd stutt mynd í matsal skólans. Myndin var tekin í gær þar sem nemendur og starfsfólk voru í aðalhlutverkum og viðfangsefnið var hamingja.