Bjarni Benediktsson í heimsókn

12/3/2015

  • Bjarni Benediktsson í heimsókn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra heimsótti nemendur í áfanganum FÉL303 (stjórnmálafræði) föstudaginn 12. mars. Heimsóknin var í boði nemendanna sem voru ánægðir með að fá að hitta Bjarna, hlusta á mál hans og spjalla við hann um stjórnmál í tengslum við nám sitt í áfanganum.  Bjarni hitti einnig skólameistara og kennara og tók þátt í langstökkskeppni íþróttakennara í kaffitíma kennara (án atrennu!). Ráðherrann lýsti ánægju sinni með heimsóknina og nemendurna og nefndi sérstaklega hvað skólahúsið er aðlaðandi og stærra en hann átti von á.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira