Bjarni Benediktsson í heimsókn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra heimsótti nemendur í áfanganum FÉL303 (stjórnmálafræði) föstudaginn 12. mars. Heimsóknin var í boði nemendanna sem voru ánægðir með að fá að hitta Bjarna, hlusta á mál hans og spjalla við hann um stjórnmál í tengslum við nám sitt í áfanganum. Bjarni hitti einnig skólameistara og kennara og tók þátt í langstökkskeppni íþróttakennara í kaffitíma kennara (án atrennu!). Ráðherrann lýsti ánægju sinni með heimsóknina og nemendurna og nefndi sérstaklega hvað skólahúsið er aðlaðandi og stærra en hann átti von á.