Doktorsútskrift
Magnús Ingólfsson félagsgreinakennari hefur lokið doktorsgráðu (in Educational Leadership) frá Nottinghamháskóla (University of Nottingham). Hann varði lokaritgerð sína 16. maí í fyrra og útskrifaðist við athöfn í Nottingham þann 11. desember.
Titill ritgerðarinnar er The development of Icelandic secondary school policy - the contribution of school administrators between 1970 and 2004 sem gæti útlagst sem Þróun íslenskrar framhaldsskólastefnu og framlag skólastjórnenda frá 1970 - 2004.
Nú á dögunum afhenti Magnús svo Bryndísi Sigurjónsdóttur skólameistara eintak af ritgerðinni og var myndin tekin við það tækifæri.