1. sæti í Lífshlaupinu.

2/3/2015

  • Lífshlaupið 2015

Verðlaunaafhending  í Lífshlaupinu fór fram föstudaginn 27. febrúar.
Úrslitin voru ánægjuleg fyrir Borgarholtsskóla en hann varð í 1. sæti í flokki framhaldsskóla með yfir 1000 nemendur.  Fjölbrautaskólinn í Ármúla lenti í 2. sæti og Fjölbrautaskóli Suðurlands varð í 3. sæti.
Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari og Arnór Steinn Ívarsson nemandi á félagsfræðibraut tóku á móti verðlaununum.

Það er greinilegt að lögð er áhersla á hreyfingu í skólum í Grafarvogi og skemmitlegt frá því að segja að í grunnskólakeppni voru þrír skólar þaðan í 1. sæti í sínum flokkum, en þeir eru Vættaskóli, Kelduskóli og Hamraskóli.

Hér fyrir neðan er mynd af öllum fulltrúum Grafarvogsskólanna sem unnu til verðlauna.

Lífshlaupið 2015


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira