1. sæti í Lífshlaupinu.
Verðlaunaafhending í Lífshlaupinu fór fram föstudaginn 27. febrúar.
Úrslitin voru ánægjuleg fyrir Borgarholtsskóla en hann varð í 1. sæti í flokki framhaldsskóla með yfir 1000 nemendur. Fjölbrautaskólinn í Ármúla lenti í 2. sæti og Fjölbrautaskóli Suðurlands varð í 3. sæti.
Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari og Arnór Steinn Ívarsson nemandi á félagsfræðibraut tóku á móti verðlaununum.
Það er greinilegt að lögð er áhersla á hreyfingu í skólum í Grafarvogi og skemmitlegt frá því að segja að í grunnskólakeppni voru þrír skólar þaðan í 1. sæti í sínum flokkum, en þeir eru Vættaskóli, Kelduskóli og Hamraskóli.
Hér fyrir neðan er mynd af öllum fulltrúum Grafarvogsskólanna sem unnu til verðlauna.