Glæsiballið
Fimmtudagskvöldið 19. febrúar var hið árlega glæsiball haldið á Spot. Veislustjórar voru Auddi og Sveppi. Björn Bragi var með uppistand og leynigestur kvöldsins var Jón Jónsson.
Maturinn var mjög góður, en boðið var upp á rjómalagaða sveppasúpu í forrétt, lambafillet með kartöflum og sósu í aðalrétt og volg súkkulaðikaka með ís var í eftirrétt.
Að loknu borðhaldi tók hljómsveitin Skítamórall við og spilaði fyrir dansi til kl. 1:00.
Glæsiballið þótti takast einstaklega vel og var Nemendafélagi BHS til sóma.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Spot í gærkvöldi, en fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans.