Jeppaferð á skóhlífadögum
Eitt af því sem boðið var upp á á skóhlífadögum var jeppaferð. Farin var dagsferð miðvikudaginn 18. febrúar. Lagt var af stað frá skólanum snemma um morguninn. 60 nemendur voru í ferðinni ásamt kennurum á 20 bílum.
Ekið var um Hvalfjörð, Dragháls, stoppað við Deildartunguhver og á Húsafelli. Þaðan var svo ekið upp að Langjökli.
Veðrið hefði getað verið betra, en það var rigning og kraparigning og við jökullinn voru 30-40 m/sek og lítið skyggni.
Þrátt fyrir það gekk ferðin vel og var mikil upplifun fyrir alla.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni, fleiri myndir er hægt að sjá á facebook síðu ferðarinnar og á facebook síðu skólans.