Afreksíþróttasvið - umsóknir

13/2/2015

  • Nemendur af afrekssviði - landsliðsstyrkur

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla er í stöðugum vexti og er verkefnið að eflast með hverju árinu. Samhliða styttingu menntunar í framhaldsskólum í 3ja ára nám mun afrekssviðið breytast. Áfram verður boðið upp á 6 annir (öll 3 árin) og þrisvar í viku líkt og verið hefur.

Frá hausti 2015 verður nemendum boðið upp á að stunda einstaklingsíþróttir á afreksíþróttasviði, auk knattspyrnu, körfuknattleik, handbolta, íshokkí og golf.  Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar vel þeim sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu.

Til að sækja um þarf að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði ásamt meðmælabréfi á skrifstofu skólans.  Að auki skal sótt um skólavist í Borgarholtsskóla rafrænt inni á menntagatt.is. Þar skal þess getið undir „aðrar athugasemdir" að sótt sé um afreksíþróttasvið.

Umsóknarfrestur á afreksíþróttasvið er til 10. júní næst komandi. Lokainnritun verður auglýst og þeim sem komast inn á sviðið tilkynnt um það fyrir 17. júní.

Fyrirspurnir skulu sendast á verkefnisstjóra afreksíþróttasviðs, Svein Þorgeirsson.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira