Hljóðheimur Arons besta stuttmyndin

11/2/2015

  • Sara Alexía

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin laugardaginn 7. febrúar í hátíðasal FÁ.  Alls kepptu 25 stuttmyndir frá framhaldsskólum landsins. 

Fulltrúi Borgarholtsskóla í keppninni var Sara Alexía Sala Sigríðardóttir með myndina Hljóðheimur Arons. 
Í texta um myndina segir: "Aron er ungur, heyrnaskertur drengur sem hefur lært að lifa með heyrnaleysinu með hjálp fjölskyldu og skóla, þó reyni oft á úthald hans og þolinmæði",
Sara Alexía kom, sá og sigraði því að Hljóðheimur Arons var valin besta stuttmynd hátíðarinnar af dómnefnd, auk þess sem hún fékk áhorfendaverðlaunin.   Myndin verður einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni á RIFF, Reykjavík International Film Festival.
Hér er hægt að sjá stuttmyndina Hljóðheimur Arons.


Sara Alexía og Aron


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira