Kaffihúsakvöld

11/2/2015

  • Kaffihúsakvöld 2015

Kaffihúsakvöld var haldið í skólanum í gærkvöldi.  Salnum var breytt í notalegt kaffihús þar sem hægt var að njóta góðra veitinga og skemmtiatriða.

Björn Björnsson fyrirliði landsliðs kvenna í hópfimleikum var með fyrirlestur. Dansparið Friðgerður og Björn sýndu dansa en þau eru á leið í keppni erlendis. Parkourstrákarnir Magnús, Magni og Einar sýndu nokkrar æfingar.

Allir gestir fengu afhenta happdrættismiða og voru nokkuð margir sem duttu í lukkupottinn og fengu veglegar gjafir.

Kaffihúsakvöldið var skipulagt af heilsueflingarhópnum í samvinnu við nemendafélag skólans.

Kaffihúsakvöld 2015

Kaffihúsakvöld 2015

Kaffihúsakvöld 2015


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira