Páll hlaut silfur á nýsveinahátíð

6/2/2015

  • Páll Straumberg Guðsteinsson - nýsveinahátíð

Laugardaginn 31. janúar hélt Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sína árlegu nýsveinahátíð í ráðhúsi Reykjavíkur.  Þessi hátíð var haldin til heiðurs þeim nýsveinum sem luku brottfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri.  Nýsveinar sem sköruðu fram úr fengu ýmist silfur eða bronsverðlaun sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti.

Páll Straumberg Guðsteinsson fyrrverandi nemandi í Borgarholtsskóla fékk silfurverðlaun í bifvélavirkjun.

Páli er óskað innilega til hamingju með árangurinn.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu verðlaunanna og er fengin frá Guðsteini Oddssyni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira