Páll hlaut silfur á nýsveinahátíð
Laugardaginn 31. janúar hélt Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sína árlegu nýsveinahátíð í ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi hátíð var haldin til heiðurs þeim nýsveinum sem luku brottfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri. Nýsveinar sem sköruðu fram úr fengu ýmist silfur eða bronsverðlaun sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti.
Páll Straumberg Guðsteinsson fyrrverandi nemandi í Borgarholtsskóla fékk silfurverðlaun í bifvélavirkjun.
Páli er óskað innilega til hamingju með árangurinn.
Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu verðlaunanna og er fengin frá Guðsteini Oddssyni.