Magnea Marín í  2. sæti

22/1/2015

  • Magnea Marín Halldórsdóttir

Magnea Marin Halldórsdóttir, nemandi á fyrsta ári í Borgarholtsskóla, hlaut önnur verðlaun í smásögusamkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á vegum Félags enskukennara á Íslandi. Fjölmargir framhaldsskólar af öllu landinu tóku þátt og er þetta því einstaklega góður árangur hjá Magneu. Þemað í ár var „Doors“ og hét saga Magneu „Close the Door, Sweetie.“ Magnea hefur alltaf haft gaman af því að skrifa sögur og frásagnir en byrjaði ekki á því fyrir alvöru fyrr en síðastliðinn september. Hún æfir söng og er að læra leiklist og finnst því einnig mjög gaman að skrifa lög og senur. Magnea er 16 ára og útskrifaðist úr Víkurskóla sl. vor.

Við óskum Magneu Marín innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira