Tapaði með 1 stigi
Lið Borgarholtsskóla í Gettu betur tapaði naumlega gegn liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 2. umferð Gettu betur. Keppnin var mjög spennandi og réðust úrslitin í síðustu spurningunni. En staðan að keppni lokinni var 19-18 fyrir FG.
Í liði Borgarholtsskóla voru Bryndís Inga Draupnisdóttir, Ingi Erlingsson og Jón Hlífar Aðalsteinsson og stóðu þau sig öll með sóma.