Útskriftarhátíð

20/12/2014

  • Útskrift í desember 2014


Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin í dag laugardaginn 20. desember.  Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari stýrði athöfninni.


Útskrift í desember 2014Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar spilaði fyrir gesti í anddyri skólans. Útskrift í desember 2014Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta úr skólastarfinu.  Á haustönn 2014 voru alls 1436 nemendur í skólanum, dagskólanemar voru 1210 og nemendur í dreifnámi voru 226.


Útskrift í desember 2014Fríða Rún Frostadóttir nemandi á listnámsbraut lék fyrir gesti á hörpu.Að þessu sinni voru 116 nemendur brautskráðir frá skólanum af hinum ýmsu brautum.

Kennslustjórar afhentu nemendum sínum skírteini um námslok. Margir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Útskrift í desember 2014Bryndís óskaði útskriftarnemum til hamingju með áfangann.  Hún ræddi þær breytingar sem framundan eru í skólastarfinu, en mikil umræða hefur verið um hátt brottfall úr framhaldsskólum og of litla skilvirkni í menntakerfinu.  Það er nauðsynlegt fyrir skólafólk að finna skýringar á þessu og breyta svo skólanum þannig að skólastarf styrkist og verði til góðs fyrir nemendur.  Áhersla verður á að nemendur á bóknámsbrautum ljúki stúdentsprófi á aðeins þremur árum líkt og víða er í Evrópu.  Í samræmi við það er verið að vinna að því í skólanum að breyta brautarlýsingum, áfangalýsingum og kennsluháttum. 

Bryndís sagðist vona að skólinn hafi undirbúið útskriftarnemendur vel fyrir það sem bíður þeirra, hvort sem það er nám eða starf.  Hún lagði áherslu á að hún væri ekki aðeins að tala um þekkingu og færni, heldur ekki síður um afstöðu og viðhorf til lífsins.  Máli sínu til stuðnings vitnaði hún í tölvufræðinginn Chade-Meng Tan, en hann er einn af stofnendum Google. Eftir að hann kynntist hugmyndum Daniels Golemans komst hann að því að tilfinningagreind er mjög mikilvæg því hún skilar frábærri vinnu, framúrskarandi leiðtogahæfni og skapar skilyrði fyrir hamingju.  Fólk velur hvort það er jákvætt í viðhorfum eða neikvætt.

Bryndís benti útskriftarnemum á að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu, því hver og einn hefur áhrif á sín örlög, hver og einn verður að setja sér markmið og vinna svo að því að ná settu markmiði.  Það má gera mistök og læra af þeim. Að lokum óskaði Bryndís þess að allir draumar útskriftarnema myndu rætast..


Útskrift í desember 2014 Útskrift í desember 2014

Elías Arnar Hjálmarsson nýstúdent af listnámsbraut flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema dagskóla og Elías Ívarsson flutti ávarp fyrir hönd dreifnámsnema.

Að endingu var samstarfsfólki þökkuð góð störf á haustönn og gestum óskað gleðilegra jóla.

Útskrift í desember 2014

Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri bíliðngreina afhendir prófskírteini.

Útskrift í desember 2014

Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms afhendir prófskírteini.

Útskrift í desember 2014

Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta afhendir prófskírteini.

Útskrift í desember 2014

Kristján Ari Arason kennslustjóri listnámsbrautar afhendir prófskírteini.

Útskrift í desember 2014

Aðalsteinn Ómarsson kennslustjóri málmiðngreina afhendir prófskírteini.

Útskrift í desember 2014

Fjölbreytni er ríkandi í Borgarholtsskóla, sumir voru með hvítar húfur ....

Útskrift í desember 2014

.... aðrir voru með rauðar og gráar ....

Útskrift í desember 2014

.... og enn aðrir voru með bæði.

Útskrift í desember 2014

Nemendur sem luku stúdentsprófi og stunduðu nám á afreksíþróttasviði með Sveini Þorgeirssyni verkefnisstjóra.  Afreksfólk sem hefur stundað sína íþrótt af kappi en jafnframt sinnt sínu námi af kostgæfni.

Fleiri myndir frá útskriftarhátíðinni má sjá á facebooksíðu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira