Dreifnámsnemar í miðbæjarferð

3/12/2014

  • Dreifnámsnemar í miðbæjarferð haust 2014

Föstudaginn 28. nóvember fór hópur dreifnámsnema  í barnabókmenntum í miðbæjarferð. Byrjað var á gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þar tók á móti þeim Gerður Kristný höfundur bókarinnar Garðurinn og fræddi hópinn um bókina og kirkjugarðinn. Síðan var gengið niður Grjótaþorpið og endað í Aðalstræti þar sem gamli Víkurkirkjugarðurinn stóð. Að því loknu var farið á landnámssýninguna Reykjavík 871±2 þar sem hópurinn fékk góða leiðsögn og að lokum var kaffihús í sama húsi heimsótt..  Nemendurnir voru mjög áhugasamir og að sjálfsögðu skólanum til sóma.

Dreifnámsnemar í miðbæjarferð haust 2014

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira