Nemendur heimsóttu fyrirtækið Plastprent

20/10/2005

Nemendur í verklegum loftstýringum heimsóttu, ásamt kennara sínum fyrirtækið Plastprent. Ferðin tókst vel í alla staði og fengu nemendur að skoða starfsemi og vélar fyrirtækisins undir góðri stjórn Alexanders og Yngva. Nemendur kynntust m.a. hvernig plastpokar verða til og hágæða prentun. Til gamans má geta að fyrirtækið er með 8 lita prentvél. Í lok skoðunarferðar fór fram fræðsla í fundarsal fyrirtækisins á plastefnum og framleiðslunni. Vert er að benda á að með þessari ferð fléttast saman fræðsla á umhverfisþáttum og sjálfbærri þróun, en fyrirtækið er mjög framarlega á því sviði. Það starfar m.a. eftir iso 9002 staðlinum og sérstökum breskum staðli sem tengist framleiðslu á vörum til Bretlands.

Extruter_2042

Myndin sýnir svokallaðan “extruter” blása plast.

Færum við starfsmönnum hinar bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og ákaflega vel heppnaða ferð.

Egill Magnússon og nemendur


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira