Ríkisútvarpið heimsótt
Nemendur í áfanganum FSM103, þar sem fjallað er um listir og menningu, fóru í velheppnaða heimsókn í Ríkisútvarpið í gær. Nemendurnir voru leiddir um allt húsið, fengu að skoða allar deildir og starfsemi stofnunarinnar var kynnt. Þetta var mikið sjónarspil, ekki síst öll tækin og tólin sem voru til staðar, ný og gömul. Nemendurnir brugðu á leik og gerðu stutt útvarpsleikrit og að lokum voru þeir svo viðstödd upptöku á sjónvarpsættinum Stúdíó A.