Sigurvegarar í paintball

3/11/2014

  • Lið Borgarholtsskóla í paintballmóti framhaldsskólanna

Lið Borgarholtsskóla, Rivertown Supreme, sigraði í paintballkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina.
Undanúrslitin fóru fram á laugardaginn og úrslit á sunnudag og gerðu strákarnir sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki.

Rivertown Supreme er skipað þeim Daníel Frey Swensyni, Magnúsi Frey Sveinssyni, Arnóri Guðmundssyni, Magna Grétarssyni, Jóhanni Bjarna Péturssyni, Ragnari Sveini Guðlaugssyni og Pálma Þór Karlssyni.

Lið Borgarholtsskóla í paintballmóti framhaldsskólanna


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira