Siðareglur í HSP103

15/10/2014

 • Nem-i-hsp103-haust-2014

Leitast var við að velja reglurnar með lýðræðislegum hætti. Nemendum var skipt í sex hópa og samdi hver þeirra 10 reglur. Þá hófst niðurskurðarferli þar sem hver hópur valdi þær fjórar reglur sem meðlimum þóttu mikilvægastar. Nefnd, skipuð einum meðlimi úr hverjum hóp, hafði svo það erfiða verkefni á sinni könnu að velja úr pottinum 10 álitlegustu reglurnar. Varð niðurstaðan þessi:

 1. Mæta skal með jákvætt hugarfar.
 2. Ekki tala á meðan á fyrirlestri stendur.
 3. Nemendur/kennari hlusta á hvert annað, svo fólk vilji tjá sig.
 4. Nemendur og kennari sýna hvert öðru virðingu.
 5. Ef nemandi kemur 15 mínútum of seint í tíma fær hann seint – ekki fjarvist.
 6. Ekki naga blýanta sem þú færð að láni.
 7. Kennari skal veita sanngjörn verkefni og nemendur skulu taka við þeim með jákvæðu hugarfari.
 8. Halda uppi jákvæðum félagsanda.
 9. Enginn illa lyktandi matur í kennslustofunni.
 10. Ekki rífast við kennarann.

Að lokum var kosið í almennri kosningu um reglubálkinn í heild sinni. Varð niðurstaða kosningarinnar sú að siðareglurnar voru samþykktar með 94% greiddra atkvæða.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira