Kennaranemar í heimsókn

8/10/2014

  • Kennaranemar úr Kvennaskólanum haust 2014

Kennaranemar, sem eru í vettvangsnámi í Kvennaskólanum, komu í heimsókn í Borgarholtsskóla á þriðjudagsmorguninn.  Þessar hressu og fróðleiksfúsu konur eru nemar í íslensku, frönsku, sálfræði og félagsgreinum. Þær kynntu sér húsakynni skólans og aðstöðu, bæði nemenda og kennara.  Anton Már kennslustjóri bóknáms kynnti síðan fyrir þeim hinar ýmsu deildir skólans. 
Við óskum þeim góðs gengis í náminu og alls hins besta í framtíðinni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira