Kennaranemar
Í vetur verða 13 kennaranemar í Borgarholtsskóla til að kynnast skólastarfinu á sem fjölbreyttastan hátt. Í hópnum eru nemar í ýmsum bóklegum greinum.
Á vikulegum fundum kynnast þau starfinu innan veggja skólans. Einnig munu þau nýta sér þetta einstaka tækifæri til að fara í áhorf bæði í sínum greinum og öðrum og sinna æfingakennslu.
Við bjóðum þau hjartanlega velkomin og vonumst til að dvölin verði þeim bæði gagnleg og skemmtileg.