Kennaranemar

29/9/2014

  • Kennaranemar í BHS haustið 2014

Í vetur verða 13 kennaranemar í Borgarholtsskóla til að kynnast skólastarfinu á sem fjölbreyttastan hátt.  Í hópnum  eru nemar í ýmsum bóklegum greinum.

Á vikulegum fundum kynnast þau starfinu innan veggja skólans. Einnig munu þau nýta sér þetta einstaka tækifæri til að fara í áhorf bæði í sínum greinum og öðrum og sinna æfingakennslu.

Við bjóðum þau hjartanlega velkomin og vonumst til að dvölin verði þeim bæði gagnleg og skemmtileg.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira