Velheppnuð ferð
Nýnemar á afreksíþróttasviði fóru í flotta ferð á Drumboddsstaði við Hvítá og fóru þar í flúðasiglingu. Hópurinn samanstóð af rúmlega 30 nemendum og kennurum úr íþróttagreinunum fimm; íshokkí, golfi, körfubolta, fótbolta og handbolta.
Ferðin tókst mjög vel. Vilhelm Már og Davíð kennarar við sviðið fóru með hópnum og gáfu honum hæstu einkunn fyrir framkomu.