Gleði og gaman á heilsudegi.

17/9/2014

  • Heilsudagur - haust 2014

Heilsudagur er haldinn í Borgarholtsskóla  í dag 17. september. 

Leiklistarnemendur tóku á móti nemendum í morgun og var öllum boðið upp á lýsispillur frá Lýsi hf. og kærleiksorð. 

Kl. 11.30 hittust nemendur og starfsfólk fyrir utan skólann, tóku saman höndum og mynduðu órofa keðju utan um skólann.  Þessi keðja sýndi hversu máttug samstaðan er og á táknrænan hátt var lögð áhersla á náungakærleik, samvinnu, gagnkvæma virðingu, umhyggju og hjálpsemi.

Að loknum þessum myndræna gjörningi söfnuðust allir saman í matsal skólans þar sem Ari Eldjárn var með uppistand.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans og myndband.

Heilsudagur - haust 2014

Heilsudagur - haust 2014

Heilsudagur - haust 2014

Heilsudagur - haust 2014

Heilsudagur - haust 2014

Heilsudagur - haust 2014


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira