Nýnemadagur

11/9/2014

  • Nynemaferd-2014

Í dag er nýnemadagur í Borgarholtsskóla. Dagurinn hófst með því að nemendafélagið bauð nýnema velkomna í skólann með gómsætum morgunverði. Þá var haldið af stað í óvissuferð út fyrir bæinn. Reyndist ferðinni heitið austur fyrir fjall, nánar tiltekið til Stokkseyrar. Þar var farið í ratleik og að honum loknum grilluðu kennarar og eldri nemendur pylsur ofan í nýnema. Eftir matinn var farið í leiki í sal Draugasafnsins og á nálægum grasbala. Ekki varð annað séð en að allir skemmtu sér vel og var hegðun og framkoma hins glæsilega nýnemahóps til mikillar fyrirmyndar.

Deginum líkur með nýnemaballi á skemmtistaðnum Spot.

Hér fyrir neðan eru myndir úr ferðinni. Meira á facebook síðunni: www.facebook.com/borgarholtsskoli.

WP_20140911_09_08_45_Pro[1]WP_20140911_10_45_55_Pro[2]WP_20140911_13_12_51_Pro[1]WP_20140911_13_25_42_Pro[1]


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira