Foreldrafundur

9/9/2014

  • Foreldrafundur haust 2014

Kynningafundur var haldinn í gær fyrir foreldra/forráðamenn nýnema. 
Virk þátttaka og áhugi foreldra á skólastarfinu skiptir miklu máli um velgengni barna í skóla og því var ánægulegt að sjá hversu margir voru mættir á þennan fund.
Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari kynnti skólastarfið og sagði frá markmiðum skólans og stefnu.  Ásta Laufey,  Guðný María og Sigurður Þórir félags- og forvarnarfulltrúar sögðu frá sér og því starfi sem þau vinna.  Hrefna Sveinbjörnsdóttir formaður nemendafélagsins greindi frá því sem nemendafélagið er að gera og sagðist vonast til að sem flestir nýnemar nýttu sér það sem á döfinni væri.  Aðalsteinn Gunnarsson formaður foreldraráðs kynnti ráðið og hlutverk þess og hvatti fundargesti til að mæta á væntanlegan aðalfund.
Að þessu loknu var foreldrum boðið að fara í kennslustofur og  hitta umsjónarkennara sinna barna.

Fleiri myndir af fundinum má sjá á facebook síðu skólans.

Foreldrafundur haust 2014

Foreldrafundur haust 2014

Foreldrafundur haust 2014


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira