Norskir kennarar í heimsókn.

3/10/2005

Þrír kennarar frá framhaldsskóla í grennd við Þrándheim eru í heimsókn í Borgarholtsskóla. Þeir verða virkir í kennslu á sérnámsbraut mánudag til miðvikudags. Þeir eru að endurgjalda heimsókn tveggja kennara af sérnámsbraut til þeirra í júní sl. Þetta er Nordplus junior samstarfsverkefni, sem gengur út á kennaraskipti.

 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira