Útskriftarhátíð

24/5/2014

  • Útskriftarhátíð vor 2014

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin í dag laugardaginn 24. maí.  Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari stýrði athöfninni.Útskriftarhátíð vor 2014Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar spilaði fyrir gesti í anddyri skólans.  Einleikari með með hljómsveitinni var Signý Björg Laxdal útskriftarnemi sem spilar á básúnu.  

Útskriftarhátíð vor 2014 - Ingi Bogi Bogason

Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta úr skólastarfinu.  Á vorönn 2014 voru alls 1.329 nemendur í skólanum, dagskólanemar voru 1105 og nemendur í dreifnámi voru 224.Útskriftarhátíð vor 2014 - Signý Björg Laxdal og Einar JónssonSigný Björg Laxdal spilaði aftur fyrir gesti eitt lag og að þessu sinni við undirleik Einars Jónssonar.


Að venju var útskriftarhópurinn fjölbreyttur, ungt fólk, en einnig fólk á miðjum aldri sem var að ná sér í starfsréttindi eða endurmennta sig.  183 nemandi var brautskráður frá skólanum í dag af hinum ýmsu brautum.

Kennslustjórar afhentu nemendum skírteini um námslok og venju samkvæmt fengu allir útskriftarnemar að vori einnig birkiplöntu til gróðursetningar.  Fjölmargir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur eða ástundun.

Útskriftarhátíð vor 2014 - Karen Lind HarðardóttirKaren Lind Harðardóttir, sigurvegari í söngvakeppni skólans flutti eitt lag.Útskriftarhátíð vor 2014 - Bryndís Sigurjónsdóttir

Í ræðu sinni til útskriftarnema nefndi Bryndis skólameistari fjölbreytileikann og hvernig skólinn leggur metnað sinn í það að vera framsækinn og skapandi til að mæta fjölbreyttum hópi nemenda.  Nemendur sem útskrifast úr þessum skóla hafa fengið aukna víðsýni og umburðarlyndi.  Einnig vakti Bryndís athygli á því að erlendir gestir sem heimsóttu skólann í vetur hefðu haft á orði að eftirtektarvert væri hin almenna virðing sem ríkti á milli nemenda og kennara, hversu vel væri gengið um skólann og hversu kurteisir nemendur væru í samskiptum sín á milli.

Bryndís taldi að bjartsýni og lífsgleði væri lykillinn að hamingjuríku lífi og vitnaði hún máli sínu til stuðnings í aldraða konu, Hlíf Böðvarsdóttur,  og sálfræðinginn Martin Seligmann sem gert hefur rannsóknir um mannlega hegðun.  Það er val hvers og eins að tileinka sér jákvætt viðhorf og horfa bjartsýnum augum á lífið.  Rannsóknir sýna að bjartsýnn einstaklingur á auðveldara en sá svartsýni með að mæta miserfiðum verkefnum sem öllum er úthlutað.  Hinn jákvæði lítur á erfiðleika sem áskorun þar sem hægt er að hafa áhrif á aðstæður.  Bryndís benti útskriftarnemum á að þeir hefðu haft áhrif á sínar aðstæður með því að setja sér markmið sem í dag er búið að ná.

Að lokum óskaði Bryndís útskriftarnemum til hamingju með áfangann og hvatti þau til að nota sköpunarkraftinn sem býr innra með hverjum og einum, setja sér markmið og vinna að þeim, en jafnframt minnti hún á mikilvægi þess að njóta lífsins.

Útskriftarhátíð vor 2014 - Sveinbjörn Ólafur Benediktsson Útskriftarhátíð vor 2014 - Íris Dögg OddsdóttirSveinbjörn Ólafur Benediktsson nemi á málmiðnaðarbraut flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Íris Dögg Oddsdóttir framhaldsskólakennari talaði fyrir hönd 10 ára stúdenta.

Að endingu var skólanefnd, kennurum og öðru starfsfólki skólans þökkuð velunninn störf í vetur og skólanum var slitið í átjánda sinn.

Útskriftarhátíð vor 2014

Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri bíliðngreina afhendir prófskírteini.

Útskriftarhátíð vor 2014

Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms afhendir prófskírteini.

Útskriftarhátíð vor 2014

Guðmundur Þórhallsson kennslustjóri sérnámsbrautar afhendir prófskírteini.

Útskriftarhátíð vor 2014

Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta afhendir prófskírteini.

Útskriftarhátíð vor 2014

Aðalsteinn Ómarsson kennslustjóri málmiðngreina afhendir prófskírteini.

Útskriftarhátíð vor 2014

Kristján Ari Arason kennslustjóri listnámsbrautar afhendir prófskírteini.

Útskriftarhátíð vor 2014


Útskriftarhátíð vor 2014Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira