Leiklist í takt við nýja tíma

23/5/2014

  • Leikfélag Borgarholtsskóla æfir Breakfast club

Listnámsbraut Borgarholtsskóla býður á komandi skólaári upp á leiklistarkjörsvið. Námið tengist að hluta almennu listnámi í skólanum en með sérhæfingu í leiklist. Fyrir eru á listnámsbraut kjörsvið í kvikmyndun (fjölmiðlatækni) og grafískri hönnun (prent- og skjámiðlun). Nemendur geta valið sér áfanga til viðbótar kjarna og kjörsviði í bóknámi, kvikmyndun, sjónlist og / eða fengið metið nám í viðurkenndum sérskólum á sviði lista, s.s. söngnám, dansnám, og tónlistarnám. Námið er skilgreint sem 105 eininga listnám með möguleika á 35 eininga viðbótarnámi til stúdentsprófs. Skv. nýrri námskrá sem nú er í smíðum verður miðað við að námstíminn til stúdentsprófs verði þrjú ár (200 FEIN). Innritun stendur yfir á www.menntagatt.is Nánari upplýsingar veitir Kristján Ari Arason kennslustjóri lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla (krisara@bhs.is).


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira