Atvinnumaður í körfubolta heimsóttur

19/5/2014

  • Nemendur afreksíþróttasviðs í körfubolta á Spani

Nemendur í körfubolta af afreksíþróttasviði fóru í heimsókn til Valladolid á Spáni daganna 7.-12. maí.  Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Hörð Vilhjálmsson sem er þar í atvinnumennsku.

Krakkarnir stunduðu körfuboltaæfingar og skoðuðu æfingaaðstöðu heimamanna.  Þau sáu tvo leiki sem Hörður spilaði.  Fyrri leikurinn var Valladolid gegn Unicaja.  Hinn leikurinn var Valladolid gegn Zaragoza en Jón Arnór Stefánsson leikur með því liði.

Ferðin tókst með miklum ágætum og fengu krakkarnir góðar móttökur hjá Herði og konu hans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira