Nemendur afreksíþróttasviðs í PEPSI deildinni
Sex leikmenn sem hafa verið á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla eru í dag að spila með sínum liðum í PEPSI deildinni í fótbolta. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur hjá drengjunum sem eru allir ungir að aldri og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir nemendur sem um ræðir eru:
Guðmundur Magnússon, Fram
Bjarni Gunnarsson, ÍBV
Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur
Bergsveinn Bergsveinsson, Fjölnir
Aron Sigurðarson, Fjölnir
Guðmundur Þór Júlíussson, Fjölnir
Að lokum viljum við benda á að umsóknarfrestur til að sækja um afreksíþróttasviðið í Borgarholtsskóla rennur út 5. júní nk. Farið verður yfir umsóknir og þann 9. júní verður gefið út hverjir komast inn.