Nemendur afreksíþróttasviðs í PEPSI deildinni

16/5/2014

  • Afreksíþróttasvið

Sex leikmenn sem hafa verið á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla eru í dag að spila með sínum liðum í PEPSI deildinni í fótbolta. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur hjá drengjunum sem eru allir ungir að aldri og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir nemendur sem um ræðir eru:
Guðmundur Magnússon, Fram
Bjarni Gunnarsson, ÍBV
Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur
Bergsveinn Bergsveinsson, Fjölnir
Aron Sigurðarson, Fjölnir
Guðmundur Þór Júlíussson, Fjölnir

Að lokum viljum við benda á að umsóknarfrestur til að sækja um afreksíþróttasviðið í Borgarholtsskóla rennur út 5. júní nk. Farið verður yfir umsóknir og þann 9. júní verður gefið út hverjir komast inn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira