Golfferð til Spánar

16/5/2014

  • Golf

Mikið hefur verið um að vera þessa önnina í golfinu á afreksíþróttasviðinu. Í byrjun apríl var farið i æfingaferð til Spánar. Farið var a La Monacilla völlinn sem er glæsilegur keppnisvöllur. Aðstaðan þar er eins og best verður á kosið , frábært æfingasvæði og krefjandi völlur. 
Það var æft og spilað 8-10 klst á hverjum degi. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir þann metnað sem þeir lögðu í æfingarnar i ferðinni og þetta mun án efa skila sér i góðum árangri á komandi sumri. 
Ferð eins og þessi er gríðarlega mikilvægur undirbúningur fyrir keppnistímabilið og er þetta annað árið i röð sem nemendur í golfinu fara erlendis að vori. Stefnt er að gera þetta að árlegum viðburði.


Golf


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira