Þýskuveisla

9/5/2014

  • Fotor0509144030

Önnin hefur einkennst svolítið af framúrskarandi árangri nemenda skólans í hinum ýmsu þýskuþrautum. Sex nemendur munu í sumar taka þátt í námskeiðum og keppnum sem kostaðar eru af þýskum menntayfirvöldum (sjá nánar hér).

Fyrir skemmstu var efnt til lítillar veislu í skólanum til heiðurs þeim Brynhildi, Jóni, Ásdísi, Gísla, Birni og Þorsteini. Mættu þau ásamt foreldrum sínum, þýskukennurum og skólastjórnendum. Við þetta tækifæri fengu þau afhent skjal sem staðfestir gengi þeirra í hinu svokallaða A2 þýskuprófi.

Borgarholtsskóli er stoltur af frábærum árangri nemenda sinna og þakklátur fyrir óeigingjarnt starf þýskukennara!Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira