Menningarmót í lífsleikni
Menningarmót var haldið í lífsleikni í dag, þriðjudaginn 29. apríl. Það fór þannig fram að nemendur komu með eitthvað sem er sprottið úr menningu þeirra og þá langaði til að sýna. Úr varð hin besta sýning á hinum ýmsu hlutum.
Fyrirkomulagið var þannig að nemendur voru í tveimur stofum (103 og 105) og var hópnum skipt í tvennt. Þ.e. nemendur úr annarri stofunni fóru og skoðuðu hjá nemendum í hinni stofunni og öfugt.
Menningarmótið er samvinnuverkefni milli Borgarbókasafns og Borgarholtsskóla.
Fleiri myndir má sjá inn á facebook síðu skólans.